Saga klúbbsins |
Óskabörn Óðins MC Iceland Mótorhjólaklúbburinn Óskabörn Óðins MC var stofnaður 27.03.1988 af Steinþóri Stefánssyni ásamt þremur félögum sínum . Þetta var fyrsti MC klúbburinn sem stofnaður var á Íslandi og voru þetta því nokkur tíðindi en Steinþór fékk ekki notið þessa hugarfósturs síns sem hann skapaði því hann lést innan við sólahring frá stofnun klúbbsinns. Fyrsta árið fór lítið fyrir Óskabörnum en Raggi Minkur, Gunni Klútur, Arnar Standby og Tösku Atli reistu klúbbinn við að nýju og smátt og smátt fjölgaði í hópnum. Óskabörnin hafa flýtt sér hægt í stækkun klúbbsins frá stofnun hans og er sterkur vinskapur meðlima fyrsta forsenda þess að hann hefur lifað og dafnað. Saga Óskabarna Óðins MC hefur alla tíð verið samofin sögu Bifhjólasamtaka lýðveldisins Sniglaog annara hjóla manna á Íslandi enda samhugur íslenskra hjólamanna oft á tíðum einstakur . Mörg Óskabörnin hafa í gegnum tíðina átt ríkan þátt í uppbyggingu mótorhjólamenningar á Íslandi...... Tenging Óskabarna við Ásatrúna er frá Steinþóri komin og hefur hún ætíð verið fyrir hendi, t.d. kölluðu menn fyrstu mótorhjólamótin sem klúbburinn hélt blót o.s.frv. Fyrsta blótið var haldið árið 1994 á suðurlandi og fékk nafnið Freysblót en Freyr gaf mikinn vind og vatn, ákveðið var að stóla á Þór næst. Þórsblót árið 1995 heppnaðist mjög vel þrátt fyrir vind og vatn og því ákváðu Óskabörnin að blóta Þór framvegis, það þótti nefnilega ljóst að það skipti ekki máli hvern guðanna þeir blóta, vatnið og vindurinn yrði alltaf til staðar. Óskabörnin hafa haldið mót á nokkurra ára fresti síðan og standa afmælismótin 15 og 20 ára uppúr sem ógleymanleg skemmtun fyrir meðlimi klúbbsins og aðra gesti. Klúbburinn hefur auk þess staðið fyrir fjölmörgum uppákomum fyrir hjólafólk s.s. tónleikum, partýum ofl. Verið áberandi á landsmótum í mörg ár þar sem risa partýtjald og/eða partýstrætó Óskabarna hafa leikið stórt hlutverk. Þorrablót Óskabarna Óðins er árlegur viðburður og hin mesta skemmtun auk þess sem Swapmeet (mótorhjólavarahlutaskiptiogsölumarkaður) hefur verið haldinn í húsnæði klúbbsinns undanfarin ár. Þess þarf ekki að geta séstaklega en við gerum það samt. Það eru allir velkomnir á skemmtanir eða viðburði hjá Óskabörnum Óðins MC.
Grein um klúbbinn í Scanbike 1994 |